46. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 7. mars 2024 kl. 09:10


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 09:10
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:10
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:10
Eva Sjöfn Helgadóttir (ESH), kl. 09:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:10

Diljá Mist Einarsdóttir mætti á fundinn kl. 09:35, fram að því tók hún þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

Ágúst Bjarni Garðarsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 45. fundar var samþykkt.

2) 662. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Maríu Guðjónsdóttur og Ragnar Sigurð Kristjánsson frá Viðskiptaráði Íslands.

Þá mættu á fund nefndarinnar Heiðrún Jónsdóttir, Jóna Björk Guðnadóttir og Pétur Friðriksson frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

3) 726. mál - rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu Kl. 10:26
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Teitur Björn Einarsson verði framsögumaður málsins.

4) 536. mál - ársreikningar Kl. 10:18
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnafresti og að Diljá Mist Einarsdóttir verði framsögumaður málsins.

5) Önnur mál Kl. 10:19
Nefndin ræddi starfið framundan.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun: Ég ítreka ósk mína frá síðasta fundi um að málefni minni og lítilla fyrirtækja í Grindavík, sem mörg geta ekki rekið starfsemi sína í núverandi aðstæðum, komist á dagskrá nefndarinnar sem fyrst, helst fyrir páska. Frystingar á lánum þeirra renna sitt skeið í júní og eigendur þeirra geta ekki beðið mikið lengur.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25